Notkunarleiðbeiningar
Notkunarleiðbeiningar
Myndband (á ensku)
Skref fyrir skref (á íslensku!)
SKREF 1
Festu Canny Collar ólina um háls hundsins þíns og tryggðu að sylgjan sé staðsett beint fyrir aftan eyru hans að aftan. Eins og sýnt er þá á Canny Collar ólin á að sitja hærra uppi á hálsinum en venjuleg hundaól.
SKREF 2
Ólin þarf að sitja hæfilega þétt að hálsi hundsins. Það er nauðsynlegt að tryggja að ólin geti ekki losnað af hundinum þínum á meðan þú gengur með hann (geti sem sagt ekki runnið yfir eyrun og af höfðinu. Prófaðu Canny kragann með því að reyna að draga hann af höfði hundsins á meðan hundurinn snýr að þér - ef ólin er nógu þétt að hálsinum á þetta ekki að vera mögulegt.
SKREF 3
Dragðu endana á þunnu rennilínunni aftur fyrir höfuð hundsins og festu svo tauminn í D-hringina sem eru á hvorum endanum á rennilínunni.
SKREF 4
Dragðu rennilínuna í gegnum litla gula plastleiðarann framan á Canny Collar ólinni og settu yfir trýni hundsins. Hjá sumum tegundum getur verið auðveldara að gera þetta áður en taumurinn er festur í D-hringina. Gættu þess að ekki sé snúningur á rennilínunni áður en þú setur hana yfir trýni hundsins.
SKREF 5
Gakktu úr skugga um að plastleiðarinn sé undir höku hundsins. Þetta er mjög mikilvægt. Ef þessi plastleiðari er ekki hafður undir hökunni þá virkar Canny Collar ekki rétt
SKREF 6
Þegar hundurinn þinn byrjar að toga í tauminn skaltu beita mildum afturþrýstingi aftur á bak. Þú skalt svo létta strax á þrýstingnum þegar hundurinn er hættur að toga. Þetta þrýsti- og losunarkerfi er lykillinn að því að nota Canny ólina þína. Svona þjálfar hundurinn sig sjálfur í að hætta að toga.
SKREF 7
Þegar þú villt sleppa hundinum lausum er hægt að skilja Canny Collar ólina eftir á honum. Þetta er gert með því að fjarlægja rennilínuna af trýni hundsins og draga hana að fullu út að aftan. Rennilínan er svo sett í kringum háls hundsins eins og sýnt er á myndinni.
SKREF 8
Festið svo D-hringina saman að framan undir höku hundsins.
Þegar þú gengur með hundinn þinn, þá á taumurinn að vera stuttur en slakur svo að þú getir stjórnað taumnum, og þar af leiðandi hundinum, fljótt og auðveldlega. Ekki er mælt með flexi-lead eða svipuðum taumum.